Dæmi um verð er hér að neðan. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur hugmyndir af öðrum uppsetningum. Ég er tilbúinn til að láta drauma þína rætast. Fargjald er ákveðið hverju sinni og fer eftir því hvort við ferðumst saman eða sitt í hvoru lagi. Staðfestingargjald er 30% af heildarverðinu, restina er hægt að borga eftir myndatökuna. Hægt er að fresta myndatökunni vegna veðurs eftir samkomulagi. Ef ekki er hægt að finna nýjan tíma fyrir myndatökuna borga ég staðfestingargjaldið til baka. Þú færð tilbúnar myndir rafrænt innan 45 daga (oft fyrr).